
Sópransöngkonan, hljómsveitarstjórinn og fiðluleikarinn Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir stundaði tónlistarnám í Listaháskóla Íslands, Konunglega tónlistarháskólanum í Stokkhólmi og Malko hljómsveitarstjóraakademíunni í Kaupmannahöfn, auk þess sem hún lauk meistaragráðu í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Nú stundar hún nám í hljómsveitarstjórn við Tónlistarháskólann í Osló og tekur þátt í Glover-Edwards hljómsveitarstjóranámskeiðinu í Royal Academy of Music í London. Ragnheiður var valin „Bjartasta vonin í íslensku tónlistarlífi“ á Íslensku tónlistarverðlaununum 2023 og tilnefnd sem söngvari ársins og flytjandi ársins 2025.
Sinfóníuhljómsveit Menntaskóla í tónlist
Einleikari: Eyrún Huld Ingvarsdóttir
Stjórnandi: Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir
Efnisskrá:
Claude Debussy - Prélude à l'Après-midi d'un faune
Pyotr Ilyich Tchaikovsky - Fiðlukonsert í D-dúr, 1. kafli: Allegro moderato
Johannes Brahms - Sinfónía nr. 3 í F-dúr